Á aðalfundi Framsóknarfélags Þingeyinga í vikunni var samþykkt ályktun þar sem ríkisvaldið er hvatt til þess að tryggja framgang álvers á Bakka strax.
„Ríkisstjórnin þarf að beita sér að fullum þunga á málinu þannig að sveitarfélög í Þingeyjarsýlsum geti veitt íbúum sínum góða þjónustu, fyrirtæki treyst sig í sessi og að íbúar sjái hag sinn tryggan," segir í ályktuninni.