Friðarsúlan á frímerki

Frímerkið með friðarsúlunni í Viðey
Frímerkið með friðarsúlunni í Viðey

Ljós Friðarsúl­unn­ar í Viðey verður tendrað í dag að viðstaddri lista­kon­unni Yoko Ono. Ísland­s­póst­ur hf. gef­ur út frí­merki í dag til­einkað Friðarsúl­unni og þeim friðarboðskap sem hún er tákn um.

Útil­ista­verkið var reist í Viðey í Kollaf­irði á síðasta ári til að heiðra minn­ingu John Lennons sem var myrt­ur í New York 8. des­em­ber 1980.

Ljós Friðarsúl­unn­ar lýs­ir fram til dán­ar­dæg­urs hans en hún verður síðan tendruð aft­ur á gaml­árs­dag og log­ar þá fram á þrett­ánd­ann. Hún verður einnig tendruð í eina viku í kring­um jafn­dæg­ur á vori og jafn­framt verður mögu­legt með sér­stöku sam­komu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar og lista­kon­unn­ar að kveikja á henni utan of­an­greindra tíma­bila.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert