Gengistryggð lán verði fryst

Björgvin G. Sigurðsson og Geir H. Haarde á blaðamannafundi í …
Björgvin G. Sigurðsson og Geir H. Haarde á blaðamannafundi í Iðnó í dag. mbl.is/Golli

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði að þeim tilmælum yrði beint til bankanna, að frysta greiðslur af gjaldeyristryggðum íbúðalánum þar til gjaldeyrismarkaður kemst í eðlilegt horf.   

Geir lagði á blaðamannafundi í dag áherslu á að fólk haldi ró sinni á meðan núverandi ástand í fjármálakerfinu ríkir. Hvatti hann fólk til að taka ekki háar upphæðir í reiðufé út úr bönkunum. Það geri málið erfiðara viðvangs og það sé einnig áhætta að liggja með laust fé heima hjá sér.

Geir sagði, að reynt yrði af megni að aðstoða þá bankastarfsmenn, sem missa vinnuna vegna yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bönkunum en vonandi yrði aðeins um tímabundið ástand að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert