„Við erum ekkert eyland, við erum fyrirtæki og fyrir framkvæmdum þurfum við lán og lánamarkaðir eru erfiðir um allan heim. Það þýðir að nú þarf að leggja meiri áherslu á að tryggja alla fjármögnun fyrir upphaf framkvæmda,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, spurður um getu fyrirtækisins til þess að fara í framkvæmdir.
Ekki eins mikill ákafi
Þorsteinn segir að nú standi yfir undirbúningur vegna framkvæmda við Búðarhálsvirkjun og að búið sé að bjóða út véla- og rafbúnað fyrir hana. Orkan frá henni fer til gagnavers Verne holding á Keflavíkurflugvelli og stækkunar álversins í Starumsvík. Þorsteinn segir að mikill áhugi hafi verið frá hugsanlegum orkukaupendum að undanförnu. „En auðvitað eru menn ekki eins ákafir í að fara út í framkvæmdir og byggja ný mannvirki þegar ljánsfjárkreppa er í heiminum. “
Reksturinn tryggður
„Landsvirkjun hefur verið starfrækt í Bandaríkjadölum frá síðustu áramótum. Meirihluti tekna okkar er í Bandaríkjadölum en svo skuldum við á móti í erlendum gjaldmiðlum,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Við erum alveg örugg með þann rekstur sem við erum í.“ Hann segir að fyrirtækið hafi nægt handbært fé og tekjur sem dugi fyrir skuldbindingum út næsta ár.