Óvissa með uppsagnarfrest

Höfuðstöðvar Landsbankans.
Höfuðstöðvar Landsbankans.

Ekki er ljóst hvort þeim starfs­mönn­um Lands­banka Íslands sem sagt hef­ur verið upp störf­um eft­ir yf­ir­töku skila­nefnd­ar á bank­an­um verði greidd­ur þriggja mánaða upp­sagn­ar­frest­ur, að sögn Helgu Jóns­dótt­ur, for­manns fé­lags starfs­manna Lands­bank­ans. Helga gagn­rýn­ir rík­is­stjórn­ina harðlega og seg­ir hana með þessu ganga á bak lof­orða sinna.

„Þrátt fyr­ir dig­ur­barka­leg orð Björg­vins G. Sig­urðsson­ar viðskiptaráðherra um að eng­inn myndi tapa neinu eða missa vinn­una og svo fram­vegs þá virðist raun­in ætla að verða önn­ur,“ seg­ir Helga.

„Það er ekki búið að segja nein­um upp. Held­ur er búið að tala við fullt af fólki og segja því að það fái ekki vinnu í nýja bank­an­um. Það er hlut­verk skila­nefnd­ar­inn­ar að segja upp fólki og ganga frá mál­um og þess vegna er þetta allt óljóst.“

Gamli Lands­bank­inn hafði um 1.500 manns í vinnu hér­lend­is, en sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu um starf­semi Nýja Lands­banka Íslands hf. verða starfs­menn hans um eitt þúsund. Þetta þýðir að um 500 starfs­menn Lands­bank­ans missa vinn­una.

Helga Jónsdóttir.
Helga Jóns­dótt­ir. mbl.is/​Jim Smart
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert