Sala eykst á áfengi

Ekki hefur dregið úr sölu áfengis í vínbúðum ÁTVR þrátt fyrir efnahagsþrengingar sem dunið hafa yfir landsmenn. Þvert á móti jókst áfengissalan í september síðastliðnum um 1,9%, miðað við sama mánuð í fyrra í lítrum talið.

Fyrstu níu mánuði ársins jókst sala á áfengi í lítrum talið um 3,9% miðað við sömu mánuði í fyrra.

Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldist áfengi fyrir 12,6 milljarða króna fyrstu 9 mánuði ársins miðað við 11,4 milljarða sömu mánuði í fyrra. Nemur aukningin milli ára 10,4%.

Alls seldust rúmlega 15 milljón lítrar af áfengi fyrstu 9 mánuði ársins. Hlutur bjórs vegur þarna langþyngst eða rúmlega 11,7 milljón lítra. Er það 3,7% aukning frá í fyrra.

Sala á rauðvíni jókst um 3% í verslunum ÁTVR en sala á hvítvíni jókst verulega, um 14,1%. Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka hefur einnig aukist umfram meðaltal, um 6,6%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert