Samiðn krefst þess að samningar Reykjavíkurborgar við erlenda verktaka um byggingu Sæmundarskóla og Norðlingaskólaverði teknir til endurskoðunar. Segir Samiðn að með þessum samningum hafi borgarstjórn ákveðið að flytja úr landi 120 ársverk í byggingariðnaði.
Einnig krefst Samiðn þess að stjórnvöld, sveitarstjórnir og aðrir sem hyggja á verklegar framkvæmdir á næstu mánuðum tryggi að verkefnin verði unnin af íslenskum verktakafyrirtækjum.