Sendiherra kallaður á fund

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Golli

Össur Skarp­héðins­son, starf­andi ut­an­rík­is­ráðherra, kallaði sendi­herra Bret­lands hér á landi á sinn fund síðdeg­is vegna um­mæla, sem Gor­don Brown viðhafði um ís­lensk stjórn­völd í bresk­um sjón­varps­stöðvum í gær.

„Össur sagði við Sjón­varpið í kvöld að hann hefði tjáð sendi­herr­an­um að ís­lensk stjórn­völd væru undr­andi á þess­um um­mæl­um Gor­dons Browns þar sem þau væru í and­stöðu við það sem Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, og Al­ista­ir Darling, fjár­málaráðherra, hefði farið á milli í sam­tali í dag.

Össur hafði eft­ir breska sendi­herr­an­um að það væri ein­dreg­inn vilji breskra stjórn­valda að leysa þetta mál með diplóma­tísk­um hætti. Sagðist Össur aðspurður telja hugs­an­legt að sam­skipta­leysi milli breskra ráðuneyta væri ástæðan fyr­ir þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert