Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki svara því hvort hann beri traust til bankastjóra Seðlabankans. Hann segist ætla að ræða málið við ríkisstjórnina fyrst. Varaformaður Samfylkingarinnar vill að bankastjórar Seðlabankans verði reknir og segir þá hafa gert endurtekin mistök.
Varaformaður Samfylkingarinnar vildi skoða hvort frysta ætti eigur íslenskra auðmanna. Björgvin segir þessa spurning kallast á við gamla tíma en ævinlega þurfi menn að velta fyrir sér hversu langt eigi að ganga. Hann segir að Fjármálaeftirlitið myndi taka slíka ákvörðun ef til þess kæmi.
Þetta kom fram á blaðamannafundi í Iðnó síðdegis.