Tjón breskra sveitarfélaga eykst

Bresk sveita- og bæjarfélög eiga á hættu að tapa 800 …
Bresk sveita- og bæjarfélög eiga á hættu að tapa 800 milljónum punda. Reuters

Bresk sveita- og bæjarfélög sem hafa fjárfest í íslenskum bönkum eru nú að gefa sig fram og samkvæmt fréttavef Sky fréttastofunnar óttast menn að samtals þau fjárfest allt að 800 milljónum punda eða sem nemur um 146 milljörðum íslenskra króna.

Þar að auki munu bresk lögregluyfirvöld einnig hafa fjárfest um 100 milljónir punda í íslenskum bönkum eða um 18 milljörðum króna.

Samkvæmt fréttavef Sky hafa ríflega eitt hundrað sveita- og bæjarfélög og opinberar stofnanir fjárfest í íslenskum bönkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert