Trúnaðarfundur í dag

mbl.is/Kristinn

Stjórnarandstaðan vill að forsætisráðherra flytji Alþingi skýrslu um ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar og að þingmenn geti haft skoðanaskipti um það. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu við upphaf þingfundar í morgun að ekki væri hægt að bjóða Alþingi og þjóðinni upp á að ræða þessi alvarlegu mál undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir en þá er ræðutími mjög takmarkaður. Betra væri að bíða þá með það eða hreinlega sleppa því.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði að rétt væri að flytja Alþingi skýrslu þegar allar upplýsingar liggja fyrir. Hann sagðist munu beita sér fyrir því að komið yrði á trúnaðarfundi leiðtoga stjórnarandstöðu og stjórnar í dag þar sem hægt væri að ræða málin.

Forseti ákvað í framhaldinu að fresta óundirbúnum fyrirspurnum og þingfundur hélt áfram. Á dagskrá er ein atkvæðagreiðsla og svo nokkur þingmannamál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert