Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Ísland eigi að biðja um aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til að koma í veg fyrir margra ára atvinnuleysi hér á landi. Vilhjálmur sat í stjórn sjóðsins fyrir nokkrum árum.
Hann sagði í tíu fréttum RÚV að ef við gengjum inn í „prógramm" hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum þá gæti Ísland fengið alvöru gjaldeyrissjóð til að styrkja gengi krónunnar.