Vill seðlabankastjórana burt

00:00
00:00

Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ist vilja að all­ir seðlabanka­stjór­ar Seðlabank­ans segi af sér. Davíð Odds­son hafi dregið upp þá mynd í fjöl­miðlum að ís­lenska ríkið væri kenni­töluflakk­ari og bara þessi um­mæli rétt­læti af­sögn.

Hann seg­ist telja per­sónu­lega að það komi til greina að frysta eig­ur auðmanna sem eiga hlut að máli varðandi Ice save reikn­ing­ana en hann hafi mest­ar áhyggj­ur af al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um lands­ins. Það sé þó ósmekk­legt þegar ákveðnir auðmenn komi fram í fjöl­miðlum og segi að þeirra staða sé fín meðan allt Ísland brenn­ur. Fólk sé að glata ævi­sparnaði sín­um og ein­hverj­ir séu ábyrg­ir fyr­ir ástand­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert