Vill þjóðaratkvæði um ESB-umsókn

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Samvkæmt tillögunni á atkvæðagreiðslan að fara fram eigi síðar en í maí á næsta ári. Verði niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á þá veg, að meirihluti þjóðarinnar vilji óska eftir viðræðum um aðild að sambandinu  verði það gert.

Náist samkomulag um inngöngu Íslands í Evrópusambandið skal aðildarsamningurinn borinn undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar, samkvæmt tillögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert