Íslensk kreditkort virka án vandamála í Kína, að sögn Björns Eysteinssonar, fyrirliða íslenska bridslandsliðsins, sem keppir á ólympíumótinu í Peking.
Björn sagði við mbl.is, að hann hefði síðast notað kreditkort í hraðbanka í borginni í morgun og því hefðu ekki fylgt nein vandamál.
Fréttir hafa borist af því að Íslendingar í nágrannalöndum Íslands hafi síðustu daga átt í miklum erfiðleikum með að taka peninga út úr hraðbönkum.