Fréttablaðið og Árvakur saman

Árvak­ur hf. og 365 hf. hafa und­ir­ritað samn­ing um að sam­eina Frétta­blaðið og Póst­húsið Árvakri, út­gáfu­fé­lagi Morg­un­blaðsins.  Árvak­ur greiðir fyr­ir með út­gáfu nýs hluta­fjár og yf­ir­töku skulda. Þar með kem­ur 365 inn í hlut­hafa­hóp Árvak­urs. Útgáfa 24 stunda verður sam­einuð Morg­un­blaðinu.

Í til­kynn­ingu seg­ir síðan:

„Með þessu og öðrum breyt­ing­um sem taka gildi á næstu vik­um og miss­er­um næst fram mik­il kostnaðar­hagræðing á dag­blaðamarkaði. Ein­ar Sig­urðsson, for­stjóri Árvak­urs, seg­ir að á sama tíma og fyr­ir­tæk­in fari þessa leið til að hagræða í rekstri leggi þau mikla áherslu á að tryggja áfram rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði miðlanna.

„Þegar við sam­ein­um 24 stund­ir Morg­un­blaðsrekstr­in­um stór­efl­um við Morg­un­blaðið með nýrri, kraft­meiri og fersk­ari helgar­út­gáfu blaðsins, sem verður kynnt um aðra helgi.“

Ari Edwald, for­stjóri 365, seg­ir að ekki verði breyt­ing­ar á starf­semi Frétta­blaðsins vegna kaup­anna. „Hins veg­ar erum við auðvitað alltaf að leita leiða til hagræðing­ar í rekstr­in­um og því verður haldið áfram.“

Þessi kaup eru gerð með fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa­funda í fé­lög­un­um og með fyr­ir­vara um samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.  Þar voru fyr­ir­ætlan­ir um kaup­in kynnt­ar fyr­ir nokkru og  á næstu dög­um verða ein­stak­ir þætt­ir máls­ins skýrðir nán­ar.

Hlut­haf­ar Árvak­urs fyr­ir kaup­in voru fé­lög í eigu Björgólfs Guðmunds­son­ar, Valtýr ehf., Lyfja­blóm ehf. og Garðar Gísla­son ehf.  Við kaup­in kem­ur 365 hf. inn í hlut­hafa­hóp­inn og verður 36,5% hlut­hafi í Árvakri.  Þór Sig­fús­son er áfram stjórn­ar­formaður Árvak­urs og Ein­ar Sig­urðsson for­stjóri fé­lags­ins. Fé­lagið hef­ur sett sér mark­mið um að breikka eig­enda­hóp­inn þegar aðstæður á markaði gefa til­efni til.

Ein­ar Sig­urðsson, for­stjóri Árvak­urs hf., sagði að þessi sam­ein­ing væri mik­il­vægt skref til að tryggja áfram öfl­uga dag­blaðaút­gáfu við mjög erfiðar rekstr­araðstæður á fjöl­miðlamarkaði.

„Fjöl­miðlar, sem byggja rekst­ur sinn að veru­legu leyti á aug­lýs­ing­um, finna einna fyrst og sár­ast fyr­ir sam­drætti í mik­il­væg­um grein­um í hag­kerf­inu.“  

Ein­ar  sagði að fé­lög­in tvö, sem að þessu standa, gerðu sér góða grein fyr­ir mik­il­vægi þess að tryggja áfram rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði blaðanna. 

„Við leggj­um áherslu á að þjóna markaðnum, les­end­um og aug­lý­send­um, með ólík­um blöðum. En jafn­framt er afar mik­il­vægt að við náum að fram­leiða þessi blöð með há­marks sam­nýt­ingu á dýr­um fram­leiðsluþátt­um.  Þar skipta prent­un og dreif­ing mestu, en það eru tæki­færi til hagræðing­ar með sam­nýt­ingu fjölda annarra rekstr­arliða.“

Ari Edwald, for­stjóri 365 hf., sagði að kaup­in væru  mik­il­vægt skref í að laga fjöl­miðlarekst­ur að þeim aðstæðum sem væru á markaðnum.

„365 mun áfram taka þátt í blaðaút­gáfu í gegn­um þátt­töku sína í Árvakri og jafn­framt styrk­ir þessi breyt­ing  365 og ger­ir því  fært að þjóna neyt­end­um enn bet­ur á öðrum sviðum fjöl­miðlun­ar þar sem einka­fyr­ir­tæki glíma við mjög ósann­gjörn sam­keppn­is­skil­yrði og rík­is­styrkt­an keppi­naut.“

Ráðgjafi Árvak­urs í þess­um viðskipt­um var Straum­ur fjár­fest­ing­ar­banki og ráðgjafi 365 var Glitn­ir banki."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert