Guðni Ágústsson: Kærum Bretana

Guðni Ágústsson vill snúa vörn í sókn.
Guðni Ágústsson vill snúa vörn í sókn. mbl.is/G.Rúnar

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins telur að Íslendingar þurfi að leita réttar síns í samskiptum við bresk yfirvöld og telur hann bæði að aðgerðir þeirra gegn Kaupþingi hafi verið ólögmætar og að notkun hryðjuverkalaga hafi bæði verið ósiðleg og ólögmæt.

 „Þegar hryðjuverkalöggjöfin var sett var hún umdeild því menn óttuðust að hún yrði misnotuð og nú hefur það gengið eftir og mér finnst að Ísland eigi að klaga strax fyrir alþjóðasamfélaginu að þessi löggjöf hafi verið brúkuð í öðrum tilgangi en til var ætlast," sagði Guðni í samtali við mbl.is.

Bretar felldu Kaupþing

 „Bresk lögmannstofa segir nú að lokun breskra stjórnvalda á Kaupþingi í Bretlandi hafi verið ólögmæt aðgerð sem skapað geti gífurlega skaðabótaskyldu," sagði Guðni og bætti því við að Bretar hefðu gripið til þessara aðgerða vegna Icesave sem hann bendir á að sé annar banki og óskylt mál.

 „Þarna brutu þeir á okkur bæði lagalega og siðferðislega og mér finnst að það þurfi að huga að því strax að  kæra þetta mál til dómsstóla," sagði Guðni að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert