Ráðhús Reykjavíkur var í kvöld lýst með bleiku ljósi á vegum Krabbameinsfélags Íslands, sem vill hvetja Íslendinga til að sýna
samstöðu á þessum tímum þegar allir eiga erfitt og þakka fyrir sýndan
stuðning í árveknisátaki um brjóstakrabbamein.
„Við kveikjum þetta ljós í kvöld sem þakklætisvott og tákn um von. Þá
hvetjum við fólk til að sýna ró og staðfestu á þessum erfiðu tímum,“ segir
Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, í tilkynningu. „Við viljum ennfremur þakka íslensku þjóðinni góðar viðtökur við bleiku slaufunni, það markmið var sett að selja 40.000 slaufur og því er næstum náð.“
Lýsing Ráðhússins er í höndum nemenda í lýsingarhönnun við Tækniskólann.