Frestað til loka næsta árs

Skrifað undir kjarasamningana snemma á árinu.
Skrifað undir kjarasamningana snemma á árinu. mbl.is/Árni Sæberg

Gert er ráð fyrir að endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði verði frestað til loka næsta árs, án launahækkana. Hins vegar er rætt um að flýta samningsbundnum launahækkunum.

Fulltrúar samtaka vinnuveitenda og launþega hafa verið í stöðugu sambandi að undanförnu, meðal annars vegna aðgerða sem fyrirhugað var að grípa til vegna efnahagserfiðleikanna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur þó ekki verið ákveðið að setjast að samningum vegna endurnýjunar samninga að svo stöddu.

Í samtölum sem fram fóru um síðustu helgi var rætt um að fresta endurskoðun samninganna vegna þróunar verðlags, út næsta ár vegna efnahagsástandsins, en flýta þess í stað til áramóta launahækkun sem koma átti til framkvæmda í mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert