Geir: Herða beri viðurlög

Geir H. Haarde forsætisráðherra
Geir H. Haarde forsætisráðherra mbl.is/Golli

Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra úti­lok­ar ekki að ríkið höfði mál á hend­ur breska rík­inu, fyr­ir að hafa keyrt Kaupþing Sin­ger & Friedland­er í þrot, með því að ráðast inn í bank­ann. „Ég tel að á síðustu metr­un­um hafi það verið aðgerðir breska fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem urðu þess­um banka að falli, því miður,“ seg­ir Geir í sam­tali við sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins.

Fram kem­ur í máli for­sæt­is­ráðherra að hann tel­ur að gera þurfi gagn­ger­ar breyt­ing­ar á ýms­um regl­um viðskipta­lífs­ins og setja þurfi mjög skýr­ar regl­ur um eign­ar­hald og krosseign­ar­hald. Regl­urn­ar þurfi að vera hnit­miðaðar og veita viðskipta­líf­inu það aðhald sem nauðsyn krefji.

Geir tel­ur einnig að herða beri viður­lög við brot­um, sem Fjár­mála­eft­ir­litið og Sam­keppnis­eft­ir­litið kom­ist á snoðir um. Hann seg­ir að nauðsyn­legt sé að farið verði ofan í saum­ana á banka­mál­um und­an­far­inna ára. Komi fram í slíkri rann­sókn að menn hafim gerst brot­leg­ir við lög, þurfi viðkom­andi að sæta ábyrgð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert