Telur að Ísland eigi að sækja um stuðning IMF

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra ræðir við fréttamann.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra ræðir við fréttamann. mbl.is/Brynjar Gauti

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir það sína skoðun, að Ísland eigi að sækja um stuðning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ólíklegt væri á þessu stigi að sjóðurinn setti of ströng skilyrði fyrir stuðningi.

„Niðurstaða mín er sú að ef við óskum eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni aðrir seðlabankar og aðrar þjóðir renna í þá slóð, þannig að hér eiga að vera mjög tryggir möguleikar á að ná aftur upp gjaldeyrismarkaði á tiltölulega skömmum tíma, treysta gengið og fara í umtalsverða vaxtalækkun í framhaldinu,“ sagði Össur.

Að mati hans yrði einnig mjög athyglisvert ef Íslendingar yrðu fyrsta ríkið sem færi inn í aðstoðaráætlun Japana um lán úr 1000 milljarða dollara gjaldeyrisvarasjóði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert