Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur samþykkti í dag að gera ýmsar ráðstafanir í þágu félagsmanna í ljósi núverandi efnahagsástands. M.a. verða félagsgjöld felld niður tímabundið og félagsmönnum veitt aðstoð við að skuldbreyta óhagstæðum lánum.
Í samþykkt lögreglufélagsins eru önnur félög hvött til að kanna hvort þau geti farið svipaðar leiðir til að létta undir með félagsmönnum á þessum erfiðum tímum.
Auk fyrrgreindra ráðstafana verður félögum í Lögreglufélagi Reykjavíkur veittur allt að 10 þúsund króna styrkur vilji þeir afla sér fjárhagsráðgjafar. Þá geta félagsmenn, með börn í leikskóla og/eða hjá dagforeldri, sótt um 1500 króna styrk fyrir barn hvern mánuð.
Þá verður félagsmönnum veittur aðgangur að sumarhúsi félagsins án endurgjalds til a.m.k. 1. janúar.