Norðmenn óttast ítök Rússa hér

Siv Jensen formaður norska framfaraflokksins varaði við því á þinginu að það gæti haft alvarleg áhrif fyrir valdajafnvægið á norðurhveli ef íslenska ríkið fær lán frá Rússlandi. „Við erum í miðjum viðræðum um olíu- og gasréttindi á norðurhvelinu og leggjum síðan enn meira af þessu landsvæði í hendurnar á Rússum," sagði Jensen.

Jensen telur að Norðmenn eigi frekar að koma íslendingum til aðstoðar. „Við höfum fjármagn og ættum að láta nágrönnum okkar í té aðgang að 30 milljörðum (norskra króna)," sagði flokksformaðurinn sem mun einnig hafa verið undrandi á því að Íslendingar leiti til Rússa.

Samkvæmt abc-nyheter telur hún að Rússar muni ná taki á Íslendingum í kjölfar slíkrar lánastarfsemi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert