Samkomulag náðist við Holland

Bresk sendinefnd kemur í fjármálaráðuneytið í morgun.
Bresk sendinefnd kemur í fjármálaráðuneytið í morgun. mbl.is/Kristinn

Hol­lensk og ís­lensk stjórn­völd hafa náð sam­komu­lagi um lausn mála hol­lenskra eig­enda inn­stæðna á IceS­a­ve-reikn­ing­um Lands­bank­ans.
Fjár­málaráðherra Hol­lands, Wou­ter J. Bos, og fjár­málaráðherra Íslands, Árni M. Mat­hiesen, til­kynntu þetta í dag en þeir eru báðir stadd­ir í Washingt­on.

Í til­kynn­ingu frá  for­sæt­is­ráðuneyt­inu seg­ir að  ráðherr­arn­ir fagni því að lausn hafi fund­ist á mál­inu. Wou­ter J. Bos seg­ist einkum ánægður með að staða hol­lenskra inn­stæðueig­enda væri nú skýr. Árni M. Mat­hiesen bætti við að aðal­atriðið væri að málið væri nú leyst.

Sam­komu­lagið kveður á um að ís­lenska ríkið muni bæta hverj­um og ein­um hol­lensk­um inn­stæðueig­anda inn­stæður að há­marks­fjár­hæð 20.887 evr­ur. Hol­lenska rík­is­stjórn­in mun veita Íslandi lán til að standa und­ir þess­um greiðslum og hol­lenski seðlabank­inn mun ann­ast af­greiðslu krafna inn­stæðueig­end­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert