Starfsmenn enn í óvissu

Enn rík­ir full­kom­in óvissa um stöðu starfs­manna hjá Glitni og Kaupþingi. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort fyr­ir­tæk­in þurfi að gera ráð fyr­ir mikl­um upp­sögn­um líkt og hjá Lands­banka en starfs­fólk ugg­ir nú mjög um sinn hag.

,,Við höf­um ekki heyrt neitt ennþá en við erum far­in að búa okk­ur und­ir slæm tíðindi, seg­ir Anna Kar­en Hauks­dótt­ir, formaður starfs­manna­fé­lags Glitn­is. Hún seg­ir frétt­irn­ar af upp­sögn­um inn­an Lands­banka í vik­unni hafa verið mjög slæm­ar en létt­ir að heyra að ríkið ætli sér að upp­fylla kjör kjara­samn­innga.

,,Við von­um að svipaðar aðgerðir komi ekki til hjá Glitni því hér hef­ur verið skorið niður jafnt og þétt allt árið og í heild­ina hef­ur starfs­fólki fækkað um 240. Það er því ekki of­mannað,“ seg­ir Anna. Hún seg­ir það erfitt ef fólk fer inn í helg­ina í dag án þess að nokkr­um spurn­ing­um sé svarað. ,,Nú þegar eru komn­ar tvær vik­ur af óvissu og það er allt of langt.“ Hún seg­ir stétt­ar­fé­lagið hafa óskað eft­ir upp­lýs­ing­um en mál­in séu auðvitað þess eðlis að erfitt sé að upp­lýsa starfs­fólk. Hún seg­ist þó vænta þess að fá frétt­ir annaðhvort í dag eða fljót­lega eft­ir helgi.

Mik­il óvissa

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert