Sunnlendingum boðið upp á stuðning

Selfosskirkja.
Selfosskirkja. Mbl.is/ Kristinn

Vegna stöðu efnahagsmála bjóða stofnanir sem vinna að velferðarþjónustu, undir forystu Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar,  þeim stuðningsviðtöl sem á því þurfa að halda. Um er að ræða samvinnuverkefni Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands, Vinnumálastofnunar Suðurlandi, presta í Árnesprófastdæmi og Árnesingadeild Rauða krossins.

Fyrst um sinn verður opið þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 17:00 og 19:00 á 3ju hæð í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2 á Selfossi. Þjónustan opnar þriðjudaginn 14. október nk. kl. 17.00, að því er segir í tilkynningu.

Markmið viðtalsþjónustunnar er styrkja fólk til að takast á við erfiðleika sem blasa við mörgum fjölskyldum í dag og veita upplýsingar um hvert hægt er að leita eftir frekari aðstoð og ráðgjöf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert