Vettvangsheimsóknir á marga staði

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum. Ragnar Axelsson

For­seti Íslands Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son mun á næstu dög­um heim­sækja vinnustaði, skóla, sam­fé­lags­stofn­an­ir, byggðarlög og hjálp­armiðstöðvar. Vett­vangs­heim­sókn­irn­ar eru und­ir yf­ir­skrift­inni „Treyst­um und­ir­stöðurn­ar – Stönd­um sam­an“ og hefjast á morg­un, mánu­dag­inn 13. októ­ber.

Í heim­sókn­un­um verður lögð áhersla á sam­ræður um hvernig Íslend­ing­ar geti þrátt fyr­ir hina miklu erfiðleika sem nú blasa við treyst und­ir­stöður efna­hags­lífs og sam­fé­lags, sótt fram til nýrra og betri tíma, nýtt marg­vís­leg­ar auðlind­ir lands­ins og fjölþætt­an mannauð sem þjóðin býr yfir. Mik­il­vægt er að efla sam­stöðu og gagn­kvæm­an stuðning lands­manna allra, bjart­sýni og sókn­ar­hug, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­seta Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert