Meiri líkur en minni á láni

Árni M. Mathiesen.
Árni M. Mathiesen.

Árni M. Mat­hiesen fjár­málaráðherra hef­ur fundað stíft með full­trú­um AlÞjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (IMF) í Washingt­on í dag. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is eru tald­ar meiri lík­ur en minni á því að ís­lenska ríkið muni óska eft­ir láni hjá sjóðnum ef skil­mál­arn­ir reyn­ast ásætt­an­leg­ir.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er ekki enn orðið ljóst hvaða skil­yrði sjóður­inn mun setja fyr­ir lán­veit­ingu til Íslands, verði eft­ir henni leitað með form­leg­um hætti.

Nú er verið að fara yfir það hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum hvaða skil­mál­ar og skil­yrði verði sett fyr­ir láni til Íslands ef af því verður. Það mun þó liggja ljóst fyr­ir að taki Ísland lán hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum þá muni sjóður­inn ekki setja sömu skil­yrði og við lán­veit­ing­ar til þró­un­ar­landa. Tekið verður til­lit til þess að Ísland sé þróað vest­rænt ríki með þróað hag­kerfi.

Nokkr­ir full­trú­ir Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins munu hafa lýst áhyggj­um sín­um við Árna vegna hugs­an­legr­ar lán­töku ís­lenska rík­is­ins hjá Rúss­um.

Vinnu upp­lýs­ingat­eym­is Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins sem kom hingað á dög­un­um er ekki lokið. Talið er að vænta megi frek­ari upp­lýs­inga um mögu­lega lán­töku Íslands hjá sjóðnum þegar skýrsla teym­is­ins ligg­ur fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert