Jóhanna: Skipbrot nýfrjálshyggjunnar

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Frikki

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fé­lags­málaráðherra, seg­ir þjóðina horfa upp á skip­brot ný­frjáls­hyggj­unn­ar. Hún seg­ist velta því fyr­ir sér hvers vegna ekki var gripið til aðgerða til að mynda í hús­næðismál­um og fleiri fé­lags­leg­um þátt­um á þeim tíma sem upp­sveifl­an stóð yfir. Nú þurfi að gera það á erfiðum tím­um. Þetta kom fram í máli Jó­hönnu í Silfri Eg­ils. 

Hún seg­ir að ým­is­legt þurfi að gera hjá Íbúðalána­sjóði. Til að mynda að fyrsta af­borg­an­ir á geng­is­bundn­um lán­um bæði hjá ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um. Það þurfi strax að lög­festa lög um greiðsluaðlög­un. Jó­hanna seg­ist vita að verðtrygg­ing­in sé að fara illa með fólk í dag en hún telji ekki að það sé hægt að af­nema hana nú. Frek­ar verði að aðstoða fólk í gegn­um vaxta­bæt­ur. 

Jó­hanna seg­ir að það verði að lækka yf­ir­drátt­ar­vexti meðal ann­ars með því að lækka stýri­vexti. Hún seg­ir að það gangi ekki upp að fólk sé að greiða allt að 26% vexti af lán­um. Jó­hanna seg­ist hafa mikl­ar áhyggj­ur af milli­tekju­fólki sem standi frammi fyr­ir háum af­borg­un­um og jafn­vel at­vinnu­leysi.

Hún seg­ir að fara þurfi fram rann­sókn á öll­um þeim svipt­ing­um sem átt hafi sér stað að und­an­förnu. Nú snú­ist málið hins veg­ar um að bjarga því sem bjargað verður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert