Mikil þörf á blóði

Mikil þörf er jafnan á gjafablóði.
Mikil þörf er jafnan á gjafablóði. mbl.is/Ásdís

Blóðbankinn er eini banki landsins sem aldrei er lokað. Mikið útstreymi hefur verið í bankanum í þessari viku og hann þarf á mörgum viðskiptavinum að halda í næstu viku, að sögn Sigríðar Lárusdóttur deildarstjóra.

Að sögn Sigríðar var frekar rólegt hjá þeim fyrri hluta vikunnar en margir svöruðu kallinu á fimmtu- og föstudag. Blóðbankinn þarf að fá 70-80 blóðgjafa að jafnaði dag hvern til að geta annað eftirspurn eftir blóði. Nú vantar blóðgjafa í öllum flokkum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert