Óttast um laun starfsmanna sveitarfélaga

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Óttast ýmsir að einhver sveitarfélög í Bretlandi geti ekki greitt út laun til starfsmanna um næstu mánaðarmót þar sem innieignir sveitarfélaganna séu  á reikningum íslenskra banka sem hafa verið frystar. Hafa sveitarstjórnarmenn leitað til breskra stjórnvalds um aðstoð vegna fjármálakreppunnar. Um 100 sveitarfélög á Englandi, Skotlandi og Wales eiga 842,5 milljónir punda inni á reikningum íslensku bankanna.

Hafa breskir bæjarstjórar átt í viðræðum við sendiherra Íslands í Bretlandi um að fá tryggingar fyrir fjárfestingum sínum í íslensku bönkunum, samkvæmt frétt BBC. Ætlun sveitarfélaganna er að þrýsta á stjórnvöld á Íslandi um að tryggja það að innistæður þeirra í íslensku bönkunum verði að fullu endurgreiddar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert