5000 lítrar af svartolíu runnu úr tanki

Frá slysstað á Hólmaheiði í dag.
Frá slysstað á Hólmaheiði í dag. mbl.is/Helgi Garðarsson

Talið er að um það bil 5000 lítrar hafi runnið frá tanki olíubíls, sem valt út af veginum í norðanverðum Hólmahálsi á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar í dag. Fljótlega tókst að stöðva lekann.  Slökkvilið Fjarðabyggðar vinnur að mengunarvörnum. 

Óhappið varð um klukkan 12. Ökumaður bílsins varð fyrir minniháttar meiðslum að sögn lögreglu.

Lögreglan segir, að eins og staðan sé núna sé ekki talin hætta á mengun sjávar en fylgst verður náið með því. Verið er að nota stórvirkar vinnuvélar við að koma bílnum aftur á hjólin og er vegurinn lokaður á meðan.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert