Allt í fína á Bakka

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir ekki koma til greina að víkja frá heildstæðu umhverfismati vegna álvers á Bakka þar liggi tímasetningar fyrir sem allir geti sætt sig við.  Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks vildi vita hvort ráðherrann vildi beita sér fyrir því í ljósi efnahagsaðstæðna. Til harðra orðaskipta kom milli þeirra í fyrirspurnartíma á Alþingi þar sem ráðherrann sakaði þingmanninn um vanþekkingu og fráleitan málflutning. Jón Gunnarsson sagði nauðsynlegt að Alþingi sendi skýr skilaboð. Ótækt væri að þingmenn væru að flækjast fyrir framkvæmdum með því að setja reglur sem hefðu það eitt í för með sér að tefja framkvæmdir. Þjóðin hefði ekki efni á því í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka