Ástandið verra en þjóðargjaldþrot

Frá mótmælum við Austurvöll í gær
Frá mótmælum við Austurvöll í gær mbl.is/Kristinn

Þjóðar­gjaldþrot er ekki til sem efna­hags­legt hug­tak og þess vegna er ekki hægt að nota slík orð um yf­ir­vof­andi ástand hér­lend­is – hvað þá nú­ver­andi. Að sögn Þórólfs Matth­ías­son­ar, pró­fess­ors í hag­fræði við Há­skóla Íslands, geta rík­is­sjóðir ekki hlaupið frá skuld­bind­ing­um sín­um af þeirri ástæðu að þeir hafa skatt­lagn­ing­ar­vald og geta ekki lýst sig gjaldþrota.

„Í efna­hags­leg­um skiln­ingi er „þjóðar­gjaldþrot“ því ekki til. Gjaldþrot er úrræði til að setja strik und­ir rekst­ur sem er kom­inn í þrot,“ seg­ir hann. „En þjóðin er ekki kom­in í þrot því hún held­ur áfram að lifa og get­ur ekki hlaupið frá skuld­um sem rík­is­sjóður hef­ur stofnað til. Í Hollandi eru komn­ar fram kröf­ur á við þriðjung þjóðarfram­leiðslu Íslend­inga og í Bretlandi slag­ar kraf­an hátt í alla þjóðarfram­leiðsluna. All­ar tekj­ur Íslend­ing­ar á heilu ári myndu senni­lega ekki duga til að greiða þess­ar kröf­ur. Sem þjóð geta Íslend­ing­ar ekki lýst sig gjaldþrota og leyst sig und­an þessu. Og að því leyt­inu er ástandið verra en „þjóðar­gjaldþrot“. Skuld­in lif­ir og það sem er al­var­legt við það er að hækka þarf skatta eða draga sam­an op­in­bera þjón­ustu til að mæta þess­um kröf­um – því það er ekki hægt öðru­vísi. Slík­ar skatta­hækk­an­ir yrðu enn­frem­ur af allt öðrum toga en við eig­um að venj­ast. Oft­ast er með skatta­hækk­un­um verið að færa skatt­pen­inga úr ein­um vasa í ann­an og þeir lenda ým­ist hjá eldri eða yngri kyn­slóðum skatt­greiðenda inn­an sama rík­is. En það blas­ir við að skatta­hækk­an­ir vegna krepp­unn­ar færu í að greiða skuld­ir hjá óskyld­um aðilum er­lend­is vegna þess að ís­lensk­ir bank­ar fengu lán hjá þess­um aðilum á sín­um tíma með rík­is­ábyrgð. Því er ástandið verra en gjaldþrot. Með gjaldþroti byrj­ar ein­stak­ling­ur með hreint borð eft­ir tæp­an ára­tug en það er ekki svo ein­falt nú.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert