Fá heimamenn sjóðinn aftur?

Sparisjóður Mýrasýslu
Sparisjóður Mýrasýslu mbl.is/hag

Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar, segir að í ljósi nýrrar stöðu og mikillar óvissu á fjármálamarkaðinum séu sveitarstjórnarmenn í Borgarbyggð að reyna að tryggja stöðu sjóðsins og hagsmuni sveitarfélagsins, en Borgarbyggð á 20% í sjóðnum eða rétt ríflega 500 milljónir. Á síðasta fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar var leitað eftir afbrigðum frá áður boðaðri dagskrá til að taka fyrir málefni Sparisjóðs Mýrasýslu. Bernhard Þ. Bernhardsson sparisjóðsstjóri mætti á fundinn til að ræða málefni sjóðsins. Sveitarstjórnarmenn hafa einnig rætt við Fjármálaeftirlitið og ríkisvaldið.

Nú um helgina hittust byggðaráðsmennirnir Finnbogi Rögnvaldsson, Björn Bjarki Þorsteinsson og Sveinbjörn Eyjólfsson til að ganga frá bréfi til viðskipa- og forsætisráðherra með ósk um viðræður vegna málefna sparisjóðsins. Í bréfinu segir meðal annars: „Um miðjan ágúst síðastliðinn var kosin ný stjórn yfir Sparisjóð Mýrasýslu í tengslum við stofnfjáraukningu í sjóðnum þar sem Sparisjóður Kaupþings hf. og Straumborg hf. skuldbundu sig til að leggja fram 2.000.000 milljóna kr. stofnfé í sjóðinn. Í tengslum við þetta samkomulag var erindi sent til eftirlitsaðila þar sem óskað var samþykkis á þessum gjörningi. Í september lá fyrir samþykki samkeppnisstofnunar en Fjármálaeftirlitið hefur enn ekki afgreitt erindið með formlegum hætti. Í ljósi þess hvernig staða Kaupþings er nú og að stofnuð hefur verið skilanefnd yfir bankann innanlands óskar byggðaráð Borgarbyggðar eftir viðræðum við ríkisstjórn Íslands um framtíð Sparisjóðs Mýrasýslu.“

Björn Bjarki segir að með þessum aðgerðum sé einfaldlega verið að reyna að fá eignarhaldið á Sparisjóði Mýrasýslu aftur heim í hérað. „Allir sveitarstjórnarmenn í Borgarbyggð eru samtaka í því að vinna að málinu eins hratt og örugglega og kostur er.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert