Hvorki ESB né fortíðin

Frá Alþingi í gær.
Frá Alþingi í gær. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þeir sem ekki styðja inngöngu í Evrópusambandið eru ekki sjálfkrafa talsmenn þess að hverfa aftur til fortíðar. Um þetta voru Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sammála á Alþingi í dag. Kristinn spurði Geir út í grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, í Morgunblaðinu í dag þar sem Ingibjörg leggur mikla áherslu á inngöngu í Evrópusambandið.


Kristinn spurði líka út í fyrri yfirlýsingar forsætisráðherra um að innistæður í íslenskum sparisjóðum væru tryggðar. Vildi hann vita hvernig sá misskilningur varð til erlendis að Ísland hygðist ekki standa við sínar skuldbindingar vegna Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi þar sem yfirlýsingin hefði verið mjög skýr. Forsætisráðherra svaraði þeirri spurningu hins vegar ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert