Íslendingar birgja sig upp af mat

Sverrir Vilhelmsson

Eft­ir fjög­urra ára kaupæði þyrp­ast Íslend­ing­ar í stór­markaði til þess að birgja sig upp af mat á sama tíma og nán­ast er lokað fyr­ir gjald­eyrisviðskipti við landið. Þetta kem­ur fram í frétt Bloom­berg í dag. Þar er haft eft­ir Jó­hann­esi Smára Ólafs­syni, versl­un­ar­stjóra hjá Bón­us, að sal­an hafi tvö­fald­ast síðustu vik­una en Bón­us eigi til birgðir til tveggja vikna.

Seg­ir í frétt Bloom­berg að staðan á fjár­mála­mörkuðum hafi þegar haft áhrif á fata­versl­an­ir á Íslandi og er haft eft­ir Ragn­hildi Önnu Jóns­dótt­ur, eig­anda Next á Íslandi, að hún geti ekki leng­ur fengið gjald­eyri til þess að leysa vör­ur út og þrátt fyr­ir að hún gæti út­vegað gjald­eyri þá væri gengið það óhag­stætt að það hrein­lega borgi sig ekki að leysa út vör­ur. Seg­ir hún að þetta sé þriðja vik­an í röð sem ekki sé hægt að leysa út vör­ur en yf­ir­leitt fái versl­un­in send­ing­ar til lands­ins einu sinni í viku.

Seg­ir Andrés að þar sem fyr­ir­tæki fái ekki gjald­eyri og ra­f­ræn­ar greiðslur þeirra til birgja í út­lönd­um fari ekki í gegn þá stytt­ist í skort á vör­um í land­inu. Seg­ir hann að bú­ast megi við því að það ger­ist í lok vik­unn­ar.

Knút­ur Sign­ars­son, fram­kvæmda­stjóri FÍS, seg­ir að birgjar krefj­ist þess að inn­flytj­end­ur greiði fyr­ir­fram fyr­ir alla vöru sem send er til Íslands. Í venju­legu ár­ferði fá þeir 30-90 daga greiðslu­frest. „Marg­ir þeirra biðja okk­ur um að staðgreiða áður en var­an er send til Íslands,"seg­ir Knút­ur. „Vegna ástands­ins er Ísland orðið að landi sem eng­inn ber traust til."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert