Leggja til auknar veiðar á síld

Síldarvinnslan Norðfirði
Síldarvinnslan Norðfirði

Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum verði auknar í 1643 þúsund lestir á næsta ári. Þetta er aukning upp á ríflega 8% frá síðustu ráðgjöf ráðsins. Kvóti  Íslands í síldarstofninum fer við þetta úr 220 þúsundum lesta í rúmlega 238 þúsund lestir.

Tillögur ráðsins varðandi kolmunna gera hins vegar ráð fyrir samdrætti í veiðum og að leyft verði að veiða 408 þúsund tonn árið 2009. Um tillögurnar verður fjallað á fundi strandríkja í næstu viku og á ársfundi Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar innan skamms, að því er fram kemur á vef LÍÚ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert