Peningarnir týndust í kerfinu

00:00
00:00

Tveim­ur dög­um áður en Lands­bank­inn fór und­ir Fjár­mála­eft­ir­litið var beðið um að til­tek­in fjár­hæð yrði milli­færð af reikn­ingi í Lands­bank­an­um í Kópa­vogi  á banka­reikn­ing í Svíþjóð. Dag­inn sem Lands­bank­inn játaði sig sigraðan, fékk viðskipta­vin­ur­inn staðfest­ingu á því að milli­færsl­an hefði verið fram­kvæmd.  Í  dag er liðin vika frá því að beðið var um milli­færsl­una en pen­ing­arn­ir finn­ast hins­veg­ar á hvor­ug­um reikn­ingn­um.

Reikn­ingn­um í Lands­bank­an­um hef­ur reynd­ar verið lokað þar sem hann er tóm­ur.

Guðmund­ur Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs Lands­bank­ans seg­ir að greiðslur hafi verið hökt­andi og starfs­menn hafi unnið að því hörðum  hönd­um að rekja færsl­ur og leiðrétta slík til­vik.

Hann seg­ir að það geti tekið tvo til þrjá daga að fram­kvæma milli­færsl­ur milli banka en tveim­ur dög­um eft­ir milli­færsl­una hafi verið lokað á gjald­eyr­is­færsl­ur milli landa.

 Í flest­um til­vik­um hafi pen­ing­arn­ir skilað sér eða verið send­ir til baka en í nokkr­um til­vik­um hafi viðskipta­vin­ir lent í því að pen­ing­arn­ir séu týnd­ir í kerf­inu.

Hann seg­ist hand­viss um að færsl­an verði leiðrétt í dag eða næstu daga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert