Skaftárhlaup fjarar út

00:00
00:00

Hlaupið í Skaftá er að fjara út og fór rennsli ár­inn­ar hæst í 1500 rúm­metra á sek­úndu við Sveinstind. Hlaupið náði há­marki uppi við jök­ul í gær­morg­un en í byggð gær­kvöldi og er það með stærri hlaup­um sem hafa komið. Jón­as Er­lends­son bóndi í Fagra­dal tók þess­ar mynd­ir  um há­deg­is­bilið í gær við Skaft­ár­dal og eins við bæ­inn Ása. Lítið tjón varð á veg­um en tals­vert á gróðri þar sem flæddi yfir gróið land. Bænd­ur bíða oft tjón af Skaft­ár­hlaup­um. Einkum og sérílagi eru þau vara­söm á sumr­in en sauðfé get­ur fest í drull­unni og drep­ist. Þá er framb­urður­inn vara­sam­ur eft­ir að hann þorn­ar og veld­ur þá sand og mold­roki. Sauðfé er nú að mestu komið á hús og því minni hætta á fjárskaða en ella.

Odd­ur Sig­urðsson vatna­mæl­ingamaður hjá Orku­stofn­un seg­ir að það hafi verið boruð hola í ís­hell­una sem ligg­ur yfir stöðuvatn­ingu und­ir jökl­in­um. Þar hafi verið komið fyr­ir þrýst­ings og hita­mæli. Þess vegna hafi Orku­stofn­un nú í kjöl­far þessa hlaups betri upp­lýs­ing­ar um upp­tök slíkra hlaupa en nokkru sinni fyrr.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert