Sett hafa verið upp fimm söguskilti í Grindavík og nágrenni á vegum Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar. Var það fimmta afhjúpað í gönguferð á laugardag en til stendur að setja það sjötta og síðasta upp á næsta ári.
Á vefnum ferlir.is segir að að þetta framtak Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar verði bæði að teljast til mikillar fyrirmyndar og eigi án efa eftir að efla til muna vitund bæjarbúa sem og annarra á sögu Grindavíkur og hinum miklu minjum sem sveitarfélagið hafi að geyma.
Nýja skiltið er í svonefndu Hópshverfi en þar má m.a. m.a. sjá tóftir gamla torfbæjarins á Hópi.