Súpueldhús í kreppunni

Svangir vegfarendur í miðborginni voru búnir að torga eitthundrað lítrum af ókeypis súpu  í veitingahúsinu Á næstu grösum um tvö leytið í dag. Boðið var upp á ókeypis heita  grænmetissúpu í dag  til að lífga upp á sálina. Sæmundu Kristjánsson  veitingamaður segir þetta ekki kreppusúpu heldur meira svona sálarsúpu. Uppátækið fékk frábærar undirtektir og var setið við öll borð á staðnum, í öllum gluggakistum og inni á klósettum sat meira að segja fólk með súpuskálar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka