Um 300 fá ekki störf í Nýja Landsbankanum

Höfuðstðvar Landsbankans í Reykjavík.
Höfuðstðvar Landsbankans í Reykjavík. Árni Sæberg

Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að um 300 starfsmönnum bankans hafi verið sagt að þeim verði ekki boðið starf í Nýja Landsbankanum en að engum hafi þó enn verið formlega sagt upp störfum. Þá segir hann að öllum starfsmönnum bankans, sem eigi von á því að missa vinnuna hafi verið gerð grein fyrir því. 

Atli segir að vegna aðstæðna hafi mikil óvissa skapast meðal starfsmanna en að henni hafi nú að mestu verið eytt. Aldrei hafi t.d. staðið til að fimm hundruð manns misstu vinnuna eins og greint hafi verið frá í fjölmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert