Umhverfismat heldur áfram

Bakki við Húsavík þar sem fyrirhugað álver á að rísa.
Bakki við Húsavík þar sem fyrirhugað álver á að rísa.

Það kemur ekki til greina að stöðva umhverfismat vegna álvers á Bakka. Þetta kom skýrt fram í svari Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, við fyrirspurn Jón Gunnarsson, þingmanns Sjálfstæðisflokks á Alþingi í dag en hann vildi vita hvort ekki kæmi til greina að stöðva umhverfismatið og setja eðlilegt skipulagsferli í gang til að flýta framkvæmdum. 

Jón sagði Íslendinga nú hafa verið minnta á hvað þeir hafa og á hverju þeir geta byggt. „Nú er mikilvægt að það komi skýr skilaboð frá Alþingi,“ sagði Jón og bætti síðar við að ekki væri hægt að segja við þjóðina að nú ætti að bíða og sjá.

Þórunn sagði umhverfismatið vera í eðlilegu ferli og að fyrirtækið sem byggi álverið á Bakka geti flýtt sér sé vilji til þess. „Það er allt í góðu lagi á Bakka,“ sagði Þórunn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert