Bankaskýrsla undir stól

Skýrsla bresku hag­fræðing­anna Wil­lem H. Buiter og Anne C. Si­bert um ís­lenska banka­kerfið, sem þau skrifuðu fyr­ir Lands­bank­ann fyrr á þessu ári, þótti þess eðlis að henni var stungið und­ir stól. Þetta kom fram í frétt­um Rík­is­sjón­varps­ins í kvöld.

Buiter er pró­fess­or við London School of Economics. Hann seg­ir á bloggi sínu 9. októ­ber s.l. að ís­lensk­ir viðmæl­end­ur hans hafi talið efni skýrsl­unn­ar of viðkvæmt fyr­ir markaðinn. Þegar ís­lensku bank­arn­ir þrír voru komn­ir und­ir skila­nefnd­ir taldi hann óhætt að leyfa skýrsl­unni að koma fram og er hann bú­inn að birta hana á net­inu.

Buiter seg­ir á bloggi sínu að Lands­bank­inn hafi leitað til þeirra Anne Si­bert snemma á ár­inu 2008. Voru þau beðið um að skrifa skýrslu um ástæður efna­hags­örðug­leika sem Ísland og bank­ar lands­ins stæðu and­spæn­is og mögu­leika í stöðunni. Buiter seg­ir að þau hafi sent skýrsl­una til bank­ans und­ir lok apríl síðastliðins. Þau kynntu síðan upp­færða út­gáfu skýrsl­unn­ar á fundi í Reykja­vík11. júlí síðastliðinn. Í hópi áheyr­enda voru hag­fræðing­ar frá Seðlabank­an­um, fjár­málaráðuneyt­inu, einka­geir­an­um og há­skóla­sam­fé­lag­inu.

Banka­skýrsla Buiter og Si­bert

Willem Buiter.
Wil­lem Buiter. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert