Bankaskýrsla undir stól

Skýrsla bresku hagfræðinganna Willem H. Buiter og Anne C. Sibert um íslenska bankakerfið, sem þau skrifuðu fyrir Landsbankann fyrr á þessu ári, þótti þess eðlis að henni var stungið undir stól. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Buiter er prófessor við London School of Economics. Hann segir á bloggi sínu 9. október s.l. að íslenskir viðmælendur hans hafi talið efni skýrslunnar of viðkvæmt fyrir markaðinn. Þegar íslensku bankarnir þrír voru komnir undir skilanefndir taldi hann óhætt að leyfa skýrslunni að koma fram og er hann búinn að birta hana á netinu.

Buiter segir á bloggi sínu að Landsbankinn hafi leitað til þeirra Anne Sibert snemma á árinu 2008. Voru þau beðið um að skrifa skýrslu um ástæður efnahagsörðugleika sem Ísland og bankar landsins stæðu andspænis og möguleika í stöðunni. Buiter segir að þau hafi sent skýrsluna til bankans undir lok apríl síðastliðins. Þau kynntu síðan uppfærða útgáfu skýrslunnar á fundi í Reykjavík11. júlí síðastliðinn. Í hópi áheyrenda voru hagfræðingar frá Seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu, einkageiranum og háskólasamfélaginu.

Bankaskýrsla Buiter og Sibert

Willem Buiter.
Willem Buiter. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka