Bresk sveitarfélög funduðu með skilanefnd Landsbanka

Bresk sveitarfélög hafa fundað með skilanefnd Landsbanka.
Bresk sveitarfélög hafa fundað með skilanefnd Landsbanka. mbl.is/Golli

Í bresk­um fjöl­miðlum í gær kom fram að sam­tök bæj­ar- og sveit­ar­fé­laga myndu funda með Sverri Hauki Gunn­laugs­syni sendi­herra ís­lands í London og mun sá fund­ur fara fram á næstu dög­um. Full­trú­ar bresku sveita­fé­lag­ana hafa að sögn Sverr­is þegar fundað með full­trú­um Lands­bank­ans og skila­nefnd­ar­mönn­um.

Sverr­ir Hauk­ur sagði að ein­hverj­ir náms­menn í Bretlandi hafi verið svo illa stadd­ir fjár­hags­lega að þeir hafi þurft að fá fyr­ir­greiðslu í sendi­ráðinu en tók fram að þess­ari þoku væri nú að létta að því er hon­um virt­ist.

Sverr­ir Hauk­ur taldi nokkuð ljóst að um 40 ís­lend­ing­ar sem bú­sett­ir eru með fjöl­skyld­ur sín­ar munu missa vinn­una í London í kjöl­far þess­ara hremm­inga.

Bauðst til að borga upp náms­lánið

„Hingað hringdi ís­lensk kona sem hef­ur búið hér um ára­bil og bauðst hún til að borga upp ís­lenska náms­lánið sitt að fullu til að leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar í þess­um þreng­ing­um ís­lensku þjóðar­inn­ar," sagði Sverr­ir Hauk­ur sem dæmi um já­kvætt viðhorf sem hon­um mætti einnig í Bretlandi á þess­um erfiðu tím­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert