Góðar viðtökur í Moskvu

Miðborg Moskvu.
Miðborg Moskvu. AP

Reuters-fréttastofan hefur eftir formanni íslensku sendinefndarinnar í Moskvu, sem er þar stödd til að ræða um mögulegt lán Rússa til Íslendinga, að rússneska fjármálaráðuneytið hafi tekið afar vel á móti þeim. Fram kemur að ekki sé búið að ræða um lánsupphæðina. Viðræðurnar muni hins vegar standa yfir fram á fimmtudag.

„Við höfum fengið mjög góðar viðtökur [...] Við höfum ekki rætt um upphæðina enn sem komið er. Við erum aðeins að ræða um almennt um stöðu fjármál á Íslandi,“ segir Sigurður Sturla Pálsson, formaður nefndarinnar og framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert