Ingibjörg Sólrún á leið heim

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra mun heimsækja höfuðstöðvar SÞ á föstudaginn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra mun heimsækja höfuðstöðvar SÞ á föstudaginn. mbl.is/Ómar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sem stödd er í New York, er í sjúkraleyfi en hyggst koma til starfa eftir næstu helgi. Kristrún Heimisdóttir aðstoðarmaður hennar sagði að ráðherra myndi heimsækja höfuðstöðvar SÞ á föstudaginn þegar kosning fer fram en halda síðan heim til Íslands.

Í kvöldfréttum RÚV sagði Ingibjörg að þrátt fyrir slæmt gengi Íslands í fjármálakreppunni þá hafi aðrar smáþjóðir sem sitja í Öryggisráðinu séð þá útreið sem þjóðin hlaut hjá bresku ríkisstjórninni og kannast við þá meðferð.

Kristrún sagði í samtali við mbl.is að utanríkisráðherra væri enn að jafna sig eftir uppskurðinn en myndi reyna að koma til starfa eftir megni í næstu viku. „Það er ekki nema hálfur mánuður síðan hún fór í þessa miklu aðgerð þannig að hún verður að fara varlega," sagði Kristrún að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka