Kortafyrirtæki hvött til að endurskoða afstöðu sína

mbl.is/ÞÖK

Fram kemur á vef Neytendasamtakanna að greiðslukortanotendur sem voru svo óheppnir að vera staddir erlendis vikuna 6.-10. október hafa séð mun hærri úttektir á reikningum sínum en þeir hafi gert ráð fyrir. Þetta megi rekja til þess að  gengi íslensku krónunnar hafi verið óeðlilega lágt daganna 7. og 8. október og gengið sveiflast um allt að 50% í þessari viku.

Þá segir að Neytendasamtökin hafi sent fyrirspurn til stjórnenda kreditkortafyrirtækja um hvort þeir ætluðu að koma með einhverjum hætti til móts við þá viðskiptavini sem notuðu kortin dagana 7.-8. október hjá Visa og 7. október hjá Mastercard. Því miður hafi svar þeirra verið að þeir sægju sér ekki fært að breyta eða lækka þessar úttektir til samræmis við dagana á undan og eftir.

Neytendasamtökin hvetji kortafyrirtækin og viðskiptabanka til að endurskoða þessa afstöðu þar sem kortanotendurhafi ekki haft upplýsingar um að gengið þessa daga myndi hækka úttektir þeirra um allt að helming.

Þetta hafi bitnað á litlum hóp viðskiptavina og því treysta Neytendasamtökin því að bankar og kortafyrirtæki sjái sér hag í umreikna þessar úttektir í samræmi við gengið dagana fyrir og eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert