Kosningabarátta Íslands í New York

Forsetinn sagði að Ísland myndi jafna sig fljótt á kreppunni.
Forsetinn sagði að Ísland myndi jafna sig fljótt á kreppunni. mbl.is/Gunnar G. Vigfússon

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ávarpaði ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í beinni skjásendingu í dag og lagði hann áherslu á seiglu Íslands er hann kynnti framboð landsins til Öryggisráðsins.

Forsetinn sagði að Ísland gæti þjónað sem fyrirmynd annarra ríkja í lausnum á orkuvanda og loftslagsbreytingum.

Ólafur Ragnar líkti vandræðunum í fjármálaheiminum við fellibyl og sagði að slíkir bylir gengju gjarnan yfir smærri eyjar og yllu þar töluverðum skemmdum áður en þeir næðu meginlandinu.

Ráðstefnan fjallaði um lítil ríki sem vaxandi afl (Small States - Emerging Powers) og sagði að Íslendingar myndu jafna sig furðufljótt og að þar myndi samheldni og samstaða sem einkennir smáríki nýtast vel.

Í frétt sinni um framboð Íslands til Öryggisráðsins segir AFP fréttastofan að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi lofað því á ráðstefnu í sumar að Ísland myndi tala máli smáríkja í Öryggisráðinu og brúa bilið milli stærri ríkja sem hafa ráðið ferðinni í heimsmálunum með eigin hagsmuni að leiðarljósi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert